Stöð 2, Vinir og Kaupþing.

Fyrst þeir á annað borð eru að endursýna Vini, afhverju er þá ekki hægt að sýna seríuna í réttri röð ?  Sama með Simpsons, það eru til óteljandi Simpsons þættir en Stöð 2 er samt alltaf að sýna sömu þættina með ákveðnu millibili.  Svo borgar maður formúgu fyrir áskriftina.  Það er þá lágmark að vera ekki með endalausar endursýningar.

 

Svo er það Kaupþing.  Bara það að sjá auglýsingarnar með John Cleese kemur mér í vont skap.   Þetta hlýtur að hafa verið rándýrt að gera þær og svo þegar á bætist að bankastjórinn fær tugi milljóna í laun.  Ég meina það er bara verið að gefa skít í almenning og sér í lagi viðskiptavini Kaupþings.  Svo eru íslendingar með met í yfirdrátti sem er með glæpsamlega háum vöxtum, nota bene þeir eru reynar háir í öllum bönkunum.  En samt hvernig væri  að minnka auglýsingakostnað og laun stjórnenda og lækka vexti og þjónustugjöld í leiðinni.

 

Kv M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband