Litli nafninn minn

Þegar ég styn og nöldra í mömmu um það að yngri sonur minn sé ákaflega duglegur og frekur þá dettur hún í nostalgíugírinn og rifjar upp sögur af mér og minni alræmdu frekju og uppátækjasemi.  Já segi ég og man alls ekki eftir því að hafa verið erfitt barn.  Þó ég vissulega hafi verið það.  En það sem ég er líka búin að komast að er það að báðir synir mínir voru og eru ákaflega fjörugir og hressir drengir og það sem kallast mætti óþekkt.  En hér er svo ein staðreynd sem rennur stoðum undir það að ég hafi verið óþekk þegar ég var skósveppur.  Þannig er að ég á syni mína 2 með sitt hvorum manninum og voru feðurinn stilltir og prúðir í sinni barnæsku en ég ekki - ergo - óþekktin kemur frá mér.  Kannski Kári geti notað þetta eitthvað.

 

Annars fékk ég þær fréttir í gær að ég væri á leið til Færeyja að kynna Landsbjörgu á æfingu sem verður haldin þar.  Þetta er bara GEÐVEIKT spennandi.

 


Meira seinna,

 

 

Jú eitt í viðbót.  Stóri strákurinn minn varð 13 ára þann 21. maí

 

og systir hans hefði orðið 14 ára þann 19.mai ef hún hefði lifað.

 

Blessuð sé minning hennar 

images


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband