Færsluflokkur: Bloggar

Göngu ( mör ) gæsin.

Jæja, nú er ég farin að hreyfa mig meira.  Mikið um göngu og er ég búin að prófa stafgöngu.  Það var ótrúlega gaman.  Svo er náttúrulega ganga á hverjum degi og er ég búin að uppgreida mig í göngu 4, og svei mér þá þá gekk það bara ótrúlega vel.  Það mætti samt fara að hlýna aðeins, vindurinn er ennþá ansi napur.  En það er eitt sem ég er ekki alveg að höndla og það er sundleikfimin.  Ég þarf að beyta mig hörðu til að horfa ekki ofan í vatnið.  Ef ég horfi ofan í þá sé ég eitthvað sem flýtur um og þá fæ ég algjöra klígju.  Já, það er undarleg mörgæs sem vill ekki vera í vatni.

Heyrumst síðar M

 


Mörgæs í sundi.

Núg núg.  Mörgæsin heilsar.  Í dag fór ég í sundleikfimi, eitthvað sem ég hef aldrei prófað fyrr.  Svei mér þá ef þetta var ekki bara alveg ágætt.  Ég þarf bara að hætta að horfa á það sem flýtur í lauginni og þá er þetta í lagi, ég er nefnilega svo ægilega klígjugjörn og fer aldrei í sund venjulega.  Svo fór ég í göngu og er ég að hugsa um að uppfæra mig í lengri göngu á morgun. Annars er þetta ósköp rólegt hérna.  Ég held bara áfram að lesa húsmæðraklámið.  Synd er samt að segja að það séu álitlegir karlmenn hérna.  Kannski er ég ekki búin að leita nóg en þessa tvo daga hef ég ekki séð neinn.

Núgg Núgg.


Mörgæs í endurhæfingu !

Jæja gott fólk, nú er svo komið að mörgæsin er komin í endurhæfingu.  Að búa með 3 karlkyns mörgæsarpeyjum er greinilega taugatrekkjandi og líkamsþreytandi.  Annars hef ég ekki upplifað dag eins og í dag.  Mætti klukkan 10, læknisviðtal klukkan 11 og síðan ekki meira þann daginn.  Ma ma ma maður bara kann ekki að eiga svona dag þar sem ekkert þarf að gera nema lesa og vera í tölvunni.  Nú og borða. Svo langt er ég leidd að mín náði sér í húsmæðraklám öðru nafni Rauðu ástarsögurnar og er búin að lesa um þrútinn manndóm og viljugt skaut.  Undarlegt að á tímum frjálslyndis í kynlífi skuli þurfa að þýða þetta svona.  

Knús mörgæsarstrákarnir mínir, sakna ykkar big time.

  


Nostalgía

Mér til mikillar gleði þá er i farvatninu að gefa út aftur ævintýri Pílu Pínu.  Það sem mér fannst þetta æðisleg plata ( já vínilplata ) þegar ég var lítil.  Þeir hjá Senu áætla að diskurinn komi út seinna í sumar ef allt gengur að óskum.

Ég bíð spennt.

 

Ég bíð líka spennt eftir að kallinn komi heim.  Litla ljósritið af honum er ansi hreint á neikvæðu nótunum þessa dagana.  Það virðist vera alveg sama hvað maður spyr ljósritið að svarið er nei og svo er orgað af lífs og sálar kröftum.  Ef maður leyfir sér að banna ljósritinu eitthvað í búð er bara gargað og grátið og inn á milli er stunið " meiddi mig " og maður lítur út eins og versta móðir í heimi.  Þetta kallast greinilega ekki upp á enskuna " the terrible twos " fyrir ekkert.

Held að ég biðji um innlög á Reykjalund eftir þessa viku.

 

kv Mörgæsin.


Það skildi þó aldrei vera.

Jæja, þá er að orðið að veruleika.  Ég sem hafði aldrei ætlað mér að blogga.  En allir blogga svo ég verð að vera eins, jafnvel þó ekkert fréttnæmt sé hjá mér. 

Jú kannski það að kallinn minn fór til Spánar í fyrradag og hringdi svo til að segja mér að hann hefði borðað rosalega nautasteik með öllu og borgað 1200 kall íslenskar fyrir herlegheitin.  Hér myndi þetta kosta allavegana 5000 kall.  Afhverju þarf allt að vera svona dýrt hér.  Það er ekki eins og nautin séu flutt inn þannig að ekki er hægt að bera við flutningskostnaði.  Annars verður hér í matinn ( á meðan hann er úti )  allt sem hann vill ekki borða, sem er fiskur, þannig að stefnan er sett á steiktan fisk eða plokkfisk í kvöldmatinn.

kv pingu


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband